Hagnýtar upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar - Berlín, Dresden og Prag 11. - 23. júní

Gott að vita:

 


Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson
Bílstjóri Grétar Hansson

 

Prag er, líkt og Kraká í Póllandi og Florens á Ítalíu, ein af fáum borgum Evrópu sem hefur sloppið vel út úr styrjöldum síðust 600 ára og því margt að sjá. Merkileg saga landsins og borgarinnar fær sérstakan blæ og trúverðugleika í sínu gamla óbreytta umhverfi, sama má segja um Kutna Hora.
Berlín, þessi eyja í hafi óvinveittra afla á sér ótrúlega sögu og hefur þróast töluvert öðru vísi en aðrar borgir Miðevrópu. Andrúmsloftið og menningin er einstök í sinni röð. Dresden er sú borg fyrrum Austur Þýskalands, sem hefur tekið mestum stakkaskiptum með endurbyggingu eyðilagðra mannvirkja sem hæfa hinu undurfagra landslagi, enda borgin oft nefnd þýska Sviss.
Hótelin eru 4 stjarna með morgunverðarhlaðborði.  Við þurfum ekki að fara of snemma á fætur, notum aðeins tvö hótel, höldum akstri í lágmarki
og látum okkur líða vel. Tíu kvöldverðir, sem eru innifaldir, eru sérvaldir af fararstjóra.

Erfiðleikastig:
Þessi ferð er ekki erfið.  

Gjaldmiðill :
Evra og tékkneskar krónur (ca 6.50 íslenskar)
Greiðslukort :
Það er hægt að greiða með kreditkortum /debit kortum  ,  hraðbankar eru nálægt sem taka debet eða kreditkort (muna eftir leyninúmerinu !

 Klæðnaður:
Það getur orðið nokkuð heitt á þessum tíma og léttur klæðnaður viðeigandi, stuttbuxur og léttir og þægilegir (göngu)skór. Það er nóg að vera “casual” klæddur á veitingastöðum.

 Læknisþjónusta
Rétt er að taka E111 kortið frá Tryggingastofnun með sér.:
Ónæmisvarnir :
Ekki nauðsynlegar.  

 Rafmagn :  220 – 240 volt Tímamismunur:
Bæta þarf 2 tímum við íslenska tímann.

Vegabréfsáritun :
Ekki nauðsynleg.
Verslun :  Verðlag er yfirleitt hagstætt í Þýskalandi og Tékklandi 
Veðurfar :  Venjulega eru mestu hitarnir ekki komnir á þessum tíma, en það getur samt orðið heitt.
Þjónusta Vita  : 

Fararstjórinn fer út með sömu flugvél og farþegarnir.


Pakkar

Netklúbbur

Með skráningu í netklúbb VITA tryggir þú þér að vera með þeim fyrstu sem fá tilkynningar um nýjar ferðir, fréttir og tilboð.

Skráðu þig í netklúbb VITA

Hópferðir

Ertu að skipuleggja hópferð? Smelltu hér

Þú er hér:


Breyta um leturstærð


LeitFlýtileiðirÞú getur notað Vildarpunktana hjá okkur
(+)nánar