Tenerife 2014

Tenerife 2014

Tenerife 2014
Menningar- og hvíldarferð
Tvær ferðir: 4. - 18. febrúar og 4. - 18. mars

 

 

Ferðatilhögun:

 

Dagur 1: þriðjudagur

Þægilegt flug með Icelandair FI514 kl: 9.30, komutími kl. 14.40.
Keyrt á hótel 20 km hótel Oro Negro ( http://www.hoteles-catalonia.com )

 

Dagur 2: miðvikudagur

Frjáls dagur.

 

Dagur 3. fimmtudagur.

Kl 10:30: Sögulegi háskólabærinn Laguna heimsóttur (minjaskrá UNESCO), en þar bjó Thor Heyedahl síðustu ár sín. Hádegismatur í Laguna. Vísindasafnið í Santa Cruz skoðað og Saharaströndin heimsótt.

 

Dagur 4. föstudagur.

Frjáls dagur.

 

Dagur 5. laugardagur.

Kl 10:30. Botanik garðurinn frá 1788 í Puerta de la Cruz og svo picknic í dýragarðinum Loro Parque, sem er frægur fyrir páfagauka, höfrunga og hákarla. 

 

Dagur 6. sunnudagur.

Frjáls dagur

 

Dagur 7. mánudagur.

Kl 10:30 Vilaflor í 1400 metra hæð er hæsti bær Spánar heimsótt. Kvikmynd í El Portillo skoðuð. Parador. Hádegisgrill. Fjallið Teide og þjóðgarðurinn þar sem er á minjaskrá UNESCO. Fjallið er stærsta fjall Spánar 3718 m og gaus síðast 1909. síðan er farið að hinum stórkostlegu klettum Los Gigantes sem eru 500 til 800 metra háir.

 

Dagur 8. þriðjudagur.

Frjáls dagur

 

Dagur 9. miðvikudagur.

Kl . 10:00 Puerta de la Cruz heimsótt og snætt í elsta hóteli eyjunnar frá 1714 og svo Garachio heimsótt, en sú forna hafnarborg er að hluta undir hrauni og Icod de los Vinos og Dragontréð sem mun vera 3000 ára gamalt. Fiðrildasafn skoðað.

 

Dagur 10. fimmtudagur.

Frjáls dagur

 

Dagur 11. Föstudagur.

Kl 8. kl 8 :45 er siglt til la Gomera, eyjunnar sem Colomubus lagði upp frá þegar hann fór vestur um haf. Stórbrotin eyja með regnskógagróðri. Var sett á minjaskrá UNESCO 1986.Við fáum að heyra hið sérkennilega flautumál eyjaskeggja. Hádegismatur snæddur á eyjunni.

 

Dagur 12. Laugardagur.

Frjáls dagur, en um kvöldið er Flamenco sýning með Carmen Motta í nýju Píramídunum í Arona.

 

Dagur 13.  Sunnudagur.

Frjáls dagur

 

Dagur 14. Mánudagur.

Kl 11. Hádegisverður snæddur í Abona (vín, olívuolía, sveppir). Píramídarnir í Guimar skoðaðir. Candelaria heimsótt, en þar er hin fræga Black Madonna

 

Dagur 15. Þriðjudagur.

Frjáls dagur. Flogið heim með Icelandair kl 15:40, komutími 21:00.

 

Verð: 295.000 kr á mann í tvíbýli

Aukagjald fyrir einbýli er  37.000 kr.


Innifalið:

  • Flug
  • Flugvallarskattar
  • Allur akstur
  • Skoðunarferðir
  • Gisting með fullu fæði
  • Drykkir með mat
  • Íslensk farstjórn

 

 
 

Hotel Oro Negro  

Hotel Oro Negro er gott  þriggjastjörnu hótel sem  staðsett er á Ameríku-ströndinni á sunnanverði Tenerife. Hótelið er staðsett aðeins 800 metrum frá ströndinni og beint á móti er  golfvöllur . Örstutt er í alla afþreyingu. Herbergin eru með svölum , sundlaugar ,veitingastaðir, barir ásamt annari afþreyingu.  Tilvalin staður til að njóta sín í fríinu.

(+)nánar

Pakkar

Netklúbbur

Með skráningu í netklúbb VITA tryggir þú þér að vera með þeim fyrstu sem fá tilkynningar um nýjar ferðir, fréttir og tilboð.

Skráðu þig í netklúbb VITA

Hópferðir

Ertu að skipuleggja hópferð? Smelltu hér

Þú er hér:


Breyta um leturstærð


LeitFlýtileiðirÞú getur notað Vildarpunktana hjá okkur
(+)nánar