Sigurpáll Geir Sveinsson

Sigurpáll Geir Sveinsson

Bookmark and Share

Sigurpáll er fæddur 1975 og byrjaði í golfi árið 1989. Hann var fastamaður í landsliðum Íslands frá 1992 til 2003 þegar hann gerðist atvinnumaður.

Sigurpáll hefur orðið Íslandsmeistari karla þrisvar sinnum (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni. Sigurpáll var í Golfklúbbi Akureyrar frá 1989 til 2004, en fluttist þá suður og hefur verið hjá Kili í Mosfellsbæ frá þeim tíma. Sigurpáll náði sínum besta árangri erlendis sem áhugamaður árið 2002 þegar hann varð í 15. sæti á evrópumeistaramótinu.

Sigurpáll hefur verið að reyna að koma sér inná mótaraðir erlendis undanfarin ár, en hefur þó ekki náð að festa sig í sessi þar. Sigurpáll hefur lokið golkennaranámi við Golfkennaraskóla Íslands og starfar sem golfkennari ásamt því að vera fararstjóri. Forgjöf Sigurpáls í dag er +1.7.


Pakkar

Netklúbbur

Með skráningu í netklúbb VITA tryggir þú þér að vera með þeim fyrstu sem fá tilkynningar um nýjar ferðir, fréttir og tilboð.

Skráðu þig í netklúbb VITA

Hópferðir

Ertu að skipuleggja hópferð? Smelltu hér

Breyta um leturstærð


LeitFlýtileiðirÞú getur notað Vildarpunktana hjá okkur
(+)nánar